Áheyrnarprufur

Kvennakórinn Rósir æfir í Hafnarfirði. Þetta eru hressar stelpur sem elska að syngja og vera saman. Kórstjóri er Sesselja Kristjánsdóttir.

Æfum á þriðjudögum kl. 20 í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. Haustönn eru 4 mánuðir og vorönn eru 5 mánuðir. Haldnir eru tónleikar í lok hverrar annar með undirleikara og stundum fleiri tónlistarmönnum. Lagaval er fjölbreytt og Sesselja Kristjánsdóttir óperusöngkona er mjög metnaðarfullur kórstjóri og leiðbeinandi. Í kórnum er góður andi og skemmtileg samvera. Langur laugardagur er á hverri önn. Þá er æft um daginn og farið út að borða um kvöldið eða farið í tveggja daga ferð innanlands. Við viljum fara öðru hvoru til útlanda.  Hér er umfjöllun um Ítalíuferð sem kórinn fór árið 2017 https://fararsnid.is/2017/07/19/islenskar-rosir-a-italiu/

Áheyrnarprufur á Rosir.is

 

 

 

Top